Samson fær heimild til að fara með yfir 20% hlut í Straumi Burðarási

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Samson Global Holdings heimild til þess að fara með virkan eignarhlut yfir 20% í Straumi – Burðarási fjárfestingarbanka hf. Eignarhlutur Samson Global Holdings er í dag undir 20% og fellur því heimild til þess að fara með atkvæðisrétt umfram 20% niður að sex mánuðum liðnum, hafi hún ekki verið nýtt fyrir þann tíma, sbr. 44. gr. laganna, en í slíku tilviki stæði eftir heimild til þess að fara með virkan eignarhlut yfir 10% í Straumi – Burðarási fjárfestingarbanka, að því er segir á vef Fjármálaeftirlitsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Samson er hér um að ræða samþykki við umsókn, sem send var inn í kjölfar samruna Burðaráss og Straums Fjárfestingabanka á síðasta ári.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK