Fjallað um Baugsmálið á forsíðu Wall Street Journal

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is

Fjallað er um Baugsmálið á forsíðu bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal í dag. Er bæði rætt við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, og Davíð Oddsson, Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra, í blaðinu. Segir Jón Ásgeir að Baugsmálið byggi á pólitískum grunni og að hann hafi ekki gert neitt rangt. Davíð neitar því hins vegar í viðtalinu að stjórnmálamenn eigi hlut að máli.

Að sögn Davíðs eru völd ákveðinna aðila í íslensku viðskiptalífi orðin of mikil og tilgreinir þar sérstaklega Jón Ásgeir. Það sé ekki gott ef fyrirtæki verða of stór og berjist gegn samkeppni í krafti stærðarinnar.

Í viðtalinu, sem tekið er á 101 hóteli í Reykjavík, er rakin saga Jóns Ásgeirs í viðskiptalífinu allt frá árinu 1989 til dagsins í dag. Að sögn Jóns Ásgeirs eru Bandaríkin næsti markaður sem Baugur stefnir á. Hann hafi þegar keypt sér íbúð á Manhattan í New York og að endurbótum á henni verði lokið í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK