Danski bankinn Jyske bank með nýja skýrslu um íslenska hagkerfið

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is
HINN danski Jyske Bank sendi í gær frá sér skýrslu um íslenskt efnahagslíf þar sem spáð er aukinni verðbólgu á Íslandi og hærri stýrivöxtum í kjölfarið. Í skýrslunni er farið yfir stöðuna í efnahagsmálum og því spáð að ró muni ekki færast yfir í hagkerfinu á næstunni. Þá segir að hætta sé á frekari veikingu krónunnar, en þróun verðbólgu muni að einhverju leyti ráðast af því hvernig krónunni reiði af. Veiking hennar undanfarið séu viðbrögð markaðarins við misvægi í þjóðarbúskapnum og því hafi traust á hið íslenska fjármálakerfi dvínað. Höfundar skýrslunnar segja erfitt að spá fyrir um hversu hátt Seðlabankinn fari með stýrivexti sína.

Þá segir að fréttir af aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar hafi ekki skilað sér í styrkingu krónunnar. Því líti út fyrir að fjárfestar vilji sjá aðgerðir og niðurstöður áður en þeir endurheimti trú sína á íslenska hagkerfinu.

Í skýrslunni segir jafnframt að aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar séu jákvæðar en það hafi valdið höfundum skýrslunnar áhyggjum að Seðlabankinn hafi til þessa einn sýnt aðhald. Það veldur þó höfundum skýrslunnar áhyggjum nú að Seðlabankinn muni ganga of langt með hækkun stýrivaxta.

Höfundar skýrslunnar leggja til að dregið verði úr áhrifum breytinga á fasteignaverði í verðbólgumælingum, þar sem fasteignaverð skekki mælingar á verðbólgu. Þeir telja að fjárfesting í íslenskum skuldabréfum gæti verið góð fjárfesting, fyrir hinn virka fjárfesti. Háir vextir nú geri það að verkum að erfitt sé að vera á móti slíkum fjárfestingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK