Matsgerð lögð fram í Baugsmáli

Reikna má með að lögð verði fram ný gögn í Baugsmálinu í dag þegar málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal þess sem von er á er mat sérfræðinga á því hvort tölvupóstar sem lagðir hafa verið fram í málinu geti mögulega verið falsaðir.

Um er að ræða þann þátt Baugsmálsins sem varð til með endurákæru sem höfðuð var á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóni Gerald Sullenberger.

Þetta er fyrsta fyrirtakan í málinu frá því Hæstiréttur Íslands staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta ákæruliðnum í endurákærunni, sem snérist um kaup á 10-11 verslunarkeðjunni. Eftir standa 18 ákæruliðir sem taka á til efnislegrar meðferðar.

Matsgerðin á tölvupóstunum var unnin að beiðni lögmanna tveggja ákærðu, Jóns Ásgeirs og Tryggva, samkvæmt úrskurði héraðsdóms frá því í lok maí sl. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, staðfesti að matsgerðin yrði lögð fram í dag í samtali við Morgunblaðið í gær, en vildi ekki segja neitt um innihald hennar.

Sækjandi leggur einnig fram gögn

Áður hafði verið unnið mat á tölvupóstunum fyrir Sigurð Tómas Magnússon, settan ríkissaksóknara í málinu, en dómari úrskurðaði að í því mati hefði ekki verið kannað hvort gögnin sjálf kynnu að vera fölsuð, eða hvort þau væru ósvikin.

Sigurður Tómas sagði í gær að hann hygðist einnig leggja fram einhver ný gögn í málinu í dag. Auk þess mætti reikna með því að ákveðið yrði hvenær málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar fyrir héraðsdómi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK