Tap á rekstri Sterling á síðasta ári

Flugvél Sterling á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Sterling á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Júlíus
FL Group seldi Sterling í desember til nýs fjárfestingarfélags, sem að hluta til er í eigu FL Group. Berlingske Tidende segist hafa lesið út úr ársuppgjöri FL Group, að tap á Sterling hafi numið 200 milljónum danskra króna, 145 milljónum eftir skatta, sem er jafnvirði rúmlega 1,7 milljarða króna. Velta félagsins var 4,1 milljarður danskra króna.

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, viðurkennir í samtali við Berlingske, að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með uppgjörið. „Ég er vonsvikinn vegna ársuppgjörsins því markmið mitt var að reka félagið með hagnaði í fyrsta skipti í mörg ár," segir hann.

Fyrir ári var því lýst yfir, að áætlað væri að hagnaður af rekstri Sterling á síðasta ári yrði 345 milljónir danskra króna fyrir fjármagnskostnað og afskriftir.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK