FL Group komið með 8,63% í AMR og er stærsti hluthafinn

mbl.is

FL Group hefur aukið við hlut sinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, og á í dag 8,63% hlut í félaginu. FL Group er því stærsti hluthafi félagsins samkvæmt því sem tilkynnt hefur verið.

FL Group tilkynnti þann 26. desember að félagið hefði keypt 5,98% hlut í AMR Corporation. Frá því hefur FL Group haldið áfram að byggja upp stöðu í félaginu, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Til viðbótar við hlut félagins í AMR Corporation á FL Group einnig 22,4% hlut í Finnair.

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands: „Á aðalfundi félagsins í dag upplýsti ég hluthafa okkar um aukningu á hlut félagsins í AMR Corporation. Við berum áfram miklar væntingar til þessarar fjárfestingar. Við höfum fylgst mjög grannt með rekstri flugfélaga í Bandaríkjunum og teljum horfur AMR Corporation fyrir árið 2007 séu afar góðar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK