Teymi selur Fons Securitas á 3,8 milljarða

Teymi hf. hefur selt allan eignarhlut sinn í Securitas hf. á 3.8 milljarða. Kaupandi er óstofnað félag í eigu Fons eignarhaldsfélag hf. Söluverðið kemur allt til greiðslu á þessu ári og er áætlaður söluhagnaður Teymis af sölu Securitas um 500 milljónir króna.

Einnig hefur verið samið við Landsbanka Íslands hf. um yfirtöku á kröfu Teymis hf. á Hands Holding sem bókfærð var á tæpa 2,7 milljarða í lok síðasta árs. Sú krafa var hluti af skiptingu Dagsbrúnar hf., þegar Teymi var stofnað.

Áhrif þessara ráðstafana á efnahagsreikning Teymis eru þau að vaxtaberandi skuldir lækka um 5,4 milljarða króna miðað við síðustu áramót, eða úr 27,3 milljörðum í 21,9 milljarða. Jafnframt hækkar veltufjárhlutfall Teymis úr 0,51 í 1,19 ef miðað er við síðustu áramót, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK