Bjarni Ármannsson kaupir og selur í Glitni

Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis
Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis mbl.is/Jim Smart

Fyrir opnun markaða í dag nýtti Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitni, rétt sinn samkvæmt kaupréttarsamningi dagsettum 1.3.2002 við bankann um að kaupa 15 milljón hluti í Glitni á verðinu 2,81 og seldi bankanum aftur á verðinu 28,2. Keypti Bjarni bréfin því á 4,15 milljónir króna en seldi þau aftur á 423 milljónir. Söluhagnaður hans nemur 380,85 milljónum króna.

Eftir viðskiptin á Bjarni Ármannsson enga kauprétti í bankanum, en hann á 521.560 hluti og aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga 233.420.693 hluti. Fjöldi eigin hluta í eigu Glitnis banka hf. er óbreyttur eftir viðskiptin eða 156.473.728 hlutir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK