Bjarni Ármannsson kaupir og selur í Glitni

Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis
Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis mbl.is/Jim Smart
Fyrir opnun markaða í dag nýtti Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitni, rétt sinn samkvæmt kaupréttarsamningi dagsettum 1.3.2002 við bankann um að kaupa 15 milljón hluti í Glitni á verðinu 2,81 og seldi bankanum aftur á verðinu 28,2. Keypti Bjarni bréfin því á 4,15 milljónir króna en seldi þau aftur á 423 milljónir. Söluhagnaður hans nemur 380,85 milljónum króna.

Eftir viðskiptin á Bjarni Ármannsson enga kauprétti í bankanum, en hann á 521.560 hluti og aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga 233.420.693 hluti. Fjöldi eigin hluta í eigu Glitnis banka hf. er óbreyttur eftir viðskiptin eða 156.473.728 hlutir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir