BBC fjallar um íslenska leitarvél

Fjallað var um íslensku flugleitarvélina dohop.com í sjónvarpsþættinum BBC Click í vikunni, en þar eru teknar fyrir helstu tækninýjungar og fjallað um áhugaverðar vefsíður í hverjum þætti. Hægt er að sjá þáttinn á Netinu en í grein á vefsíðu þáttarins er farið mjög lofsamlegum orðum um leitarvefinn.

Hugmyndin að baki dohop.com er sögð stórsnjöll og vefurinn aðgengilegur í notkun fyrir þá sem eru að leita sér að flugferðum, en hægt er kanna flugáætlun og verðskrá hjá 660 flugfélögum um allan heim. Aðaleigandi dohop.com er Frosti Sigurjónsson, fv. forstjóri Nýherja.

Þáttagerðarmaður BBC segir að vefurinn sé bylting fyrir ferðalanga, sem velti því fyrir sér með hvaða flugfélögum sé hægt að fara á milli valinna áfangastaða, á hvaða verði og á hvaða tímum. Þegar t.d. ákveðnar dagsetningar hafi verið valdar gefi vefurinn upp nákvæmar og aðgengilegar upplýsingar um ferðir og verð.

dohop.com

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK