Of snemmt að fagna sigri í baráttunni við verðbólguna

mbl.is

Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabanka Íslands kemur fram að of snemmt er að fagna sigri í baráttunni við verðbólguna. Hjöðnun hennar að undanförnu skýrist að hluta til af ástæðum sem eru eða gætu reynst skammvinnar, t.d. skattaáhrifum, grunnáhrifum, fremur háu gengi krónu og lækkun eldsneytisverðs.

Í Peningamálum kemur fram að gríðarlegur viðskiptahalli á síðasta ári er ávísun á aðlögun í þjóðarbúskapnum sem gæti komið fram í þrýstingi á gengi krónunnar, einkum ef aðstæður verða óhagstæðari á erlendum fjármálamörkuðum.

„Þessar aðstæður munu ráða miklu um það hvenær unnt verður að hefja slökun á peningalegu aðhaldi."

Áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir gætu krafist hærri stýrivaxta

Verðbólguspáin bendir til þess að stýrivextir þurfi haldast háir þar til síðla árs, jafnvel þótt gengi krónunnar haldist nokkuð stöðugt. Óhagstæðari gengisþróun eða áframhaldandi stórframkvæmdir gætu krafist hærri stýrivaxta og enn síðbúnari slökunar aðhalds en ella, samkvæmt Peningamálum Seðlabankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK