Ráðning nýs forstjóra Straums-Burðaráss sögð marka tímamót

William Fall, fyrrverandi forstjóri Alþjóðasviðs Bank of America, hefur verið ráðinn forstjóri Straums-Burðaráss í stað Friðriks Jóhannssonar, sem verið hefur forstjóri bankans frá í júní í fyrra. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans, segir ráðningu Williams marka mikilvæg tímamót í umbreytingu bankans.

Á fréttamannafundi í morgun kom fram í máli bæði Björgólfs og Williams, að markmiðið væri að gera Straum-Burðarás að besta fjárfestingabanka á Norðurlöndum.

William útskrifaðist með MA-gráðu í náttúruvísindum frá St. Catherine’s College við Cambridge-háskóla og lauk einnig BA-gráðu í dýralækningum. William gekk til liðs við Bank of America í janúar 1995 en áður en hann varð forstjóri alþjóðasviðs var hann m.a. forstjóri alþjóðlegs áhættustýringarsviðs, forstjóri alþjóðlegra markaðsviðskipta með áherslu á Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku og forstjóri alþjóðlegrar söludeildar á sviði vaxtatengdra afleiðusamninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK