Methagnaður hjá Ryanair

Reuters

Hagnaður lággjaldaflugfélagsins Ryanair nam 139 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins, apríl-júní, og hefur hagnaður félagsins aldrei verið meiri á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður Ryanair 115 milljónum evra.

Farþegum Ryanair fjölgaði um 18% í fjórðungnum og voru alls 12,6 milljónir talsins. Tekjur Ryanair námu 693 milljónum evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK