Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar króna

mbl.is

Hagnaður Íbúðalánasjóðs nam 2.816 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2.692 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna í lok júní. Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs er 7,5%.

Árshlutareikningurinn er nú í fyrsta sinn gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) um árshlutareikninga. Áhrif breytinga á eigið fé sjóðsins 1. janúar 2007 vegna innleiðingar alþjóðlegra reikningsskilastaðla er hækkun um 1.286 millj. kr. Langtímamarkmið sjóðsins er að eiginfjár hlutfallið sé yfir 5,0%, að því er segir í tilkynningu.

Afkoma Íbúðalánasjóðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK