Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Nýafls og Nesprýði

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið mbl.is/Golli

Samkeppniseftirlitið mun ekki aðhafast vegna samruna Nýafls ehf. og Eignarhaldsfélagsins Nesprýði ehf. þar sem athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni.

Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði ákvæðisins eru uppfyllt. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa hins vegar ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga, að því er segir á vef Samkeppniseftirlitsins.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK