Biðraðir myndast á ný utan við útibú Northern Rock

Biðraðir mynduðust á ný utan við útibú breska bankans Northern Rock en í gær er talið að sparifjáreigendur hafi tekið samtals um milljarð punda, jafnvirði 130 milljarða króna, út af reikningum sínum í bankanum. Ótti greip um sig meðal viðskiptavina bankans eftir að fréttist í gærmorgun, að Englandsbanki hefði samþykkt að veita Northern Rock sérstaka aðstoð vegna yfirvofandi lausafjárskorts.

Langar biðraðir byrjuðu að myndast utan við útibú Northern Rock um klukkan 6 að breskum tíma, að sögn Sky fréttastofunnar.

Ótti greip um sig meðal viðskiptavina Northern Rock þegar fréttist í gærmorgun að Englandsbanki hefði samþykkt að veita bankanum neyðaraðstoð til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Erfiðleikar bankans eru raktir til vanskila á bandarískum fasteignamarkaði en þau hafa leitt til þess að bankar víða um heim eru tregir til að lána hver öðrum lausafé. Northern Rock er fyrsta breska fjármálastofnunin, sem lendir í alvarlegum vandræðum vegna þessa.

Northern Rock sendi einnig frá sér afkomuviðvörun í gærmorgun og sagði útlit fyrir minni hagnað á árinu en áætlað var. Við þetta lækkuðu bréf bankans um rúmlega 31% í bresku kauphöllinni.

Sérfræðingar telja ólíklegt að áhlaup viðskiptavina nú muni leiða til gjaldþrots Northern Rock. Breska blaðið Financial Times segir í dag, að þau viðbrögð stjórnenda bankans að leita á náðir Englandsbanka virðist réttlætanleg en bendir á að Englandsbanki verði að leggja refsivexti á fé, sem hann lánar Northern Rock.

Biðraðir hafa myndast við útibú Northern Rock á Bretlandseyjum.
Biðraðir hafa myndast við útibú Northern Rock á Bretlandseyjum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK