Úrskurður um brot Microsoft á samkeppnislögum staðfestur

Bill Gates, stofnandi Microsoft,
Bill Gates, stofnandi Microsoft, Reuters

Evrópudómstóll samkeppnismála staðfesti í morgun þann úrskurð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá árinu 2004, að bandaríski hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á einkatölvumarkaði í Evrópu. Staðfesti dómstóllinn einnig, að Microsoft skuli greiða tæplega hálfan milljarð evra í sekt fyrir brot sitt.

Samkvæmt ákvörðun samkeppniyfirvalda innan Evrópusambandsins frá því í mars 2004 var Microsoft sektað um 497 milljónir evra fyrir brot á samkeppnislögum. Samkvæmt úrskurðinum var Microsoft gert að að koma með á markað í Evrópu nýja útgáfu af Windows, sem innihéldi ekki Media Player-forritið fyrir hljóð- og myndskrár, og veita upplýsingar, sem gera öðrum fyrirtækjum kleift að framleiða vefþjóna, sem geta unnið með Windows.

Dómstóllinn sagði að Microsoft hefði gerst sekt um að misbeita yfirburðastöðu sinni á markaði fyrir tölvuhugbúnað til að ná fótfestu á markaði fyrir tölvunetþjóna. Þá sagði dómstóllinn, að samkeppnisyfirvöld hefðu sýnt fram á, að keppinautar fyrirtækisins hefðu skaðast.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK