Bandarískir fjárfestar hrifnir af Sarkozy

George Bush og Nicolas Sarkozy
George Bush og Nicolas Sarkozy Reuters

Bandarískir fjárfestar eru hrifnir af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, ef marka má nýja könnun meðal bandarískra fjárfesta í Frakklandi. Alls telja 83% þeirra sem tóku þátt í könnuninni að Sarkozy hafi jákvæð áhrif á erlenda fjárfestingu í Frakklandi.

Er þetta mikil breyting frá því er Jacques Chirac var forseti Frakklands enda Sarkozy oft nefndur „Sarko hinn ameríski" af gárungum. Skýrist það að aðdáun forsetans á öllu sem er bandarískt, hvort sem það eru hamborgar eða afstaða þeirra til Írans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK