Exista og SPRON lækka mikið

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands

Hlutabréf hafa lækkað í Kauphöll Íslands í morgun. Hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1% það sem af er. Bréf Exista hafa lækkað mest, um 6,8% og er gengi bréfanna komið í 19,1 en þegar félagið fór á markað þann 15. september í fyrra var upphafsverð þess 21,5. 

Þá hafa bréf SPRON lækkað um 5,85% og er gengið skráð 9,02 en þegar SPRON fór á markað í október voru fyrstu viðskipti með bréfin á genginu 18,9.

Þrjú félög hafa hækkað í verði í dag. Marel um 0,52%, 365 um 0,51% og Glitnir um 0,46%.

Annars staðar á Norðurlöndum hafa hlutabréfavísitölur einnig lækkað. Í Ósló nemur lækkunin 1,04%, Stokkhólmi 0,39%, Kaupmannahöfn 0,45% og Helsinki 0,92%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,48%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK