FL Group selur í Commerzbank

FL Group hefur minnkað hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank úr 4,3% í lok þriðja ársfjórðungs síðasta árs í 2,1% nú. Heildargengistap vegna lækkunar bréfa Commerzbank á árinu 2008 nemur um 2,6 milljörðum króna að teknu tilliti til markaðsvarna félagsins.

FL Group segir að í ljósi lækkunar hlutabréfa í Commerzbank undanfarna daga hafi félagið  ákveðið að upplýsa um eignarhlut sinn í bankanum. Um áramót var eignarhluturinn um 2,9%.

Í tilkynningu segir, að sala hlutar FL Group í bankanum sé hluti af reglulegu mati félagsins á eignum sem ekki falla undir kjarnafjárfestingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK