Ekki þvinguð sala í Commerzbank

Halldór Kristmannsson, upplýsingafulltrúi FL Group, segir söluna á hlut félagsins í Commerzbank í Þýskalandi ekki hafa verið þvingaða. Hún hafi verið hluti af reglulegu endurmati á eignasafni félagsins.

Í ljósi mikilla verðsveiflna í fjármálafyrirtækjum undanfarið hafi sú ákvörðun verið tekin að minnka markaðsáhættu á eignum sem ekki séu taldar kjarnafjárfestingar FL Group. Verð á bréfum Commerzbank hélt áfram að lækka í gær, sem og gengi bréfa FL Group, sem lækkuðu um 2,4%.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir