FL selur enn í Commerzbank

FL Group hefur minnkað hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank enn frekar og er það að sögn félagsins gert í ljósi lækkunar hlutabréfa í bankanum undanfarna daga.

FL Group á nú 1,15% eignarhlut í þýska bankanum. Þann 15. janúar síðastliðinn tilkynnti FL Group um sölu á hlut í bankanum og nam
eignarhluturinn þá um 2,1% en hann var 2,9% um áramót.

 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir