Mikil lækkun hlutabréfa

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hlutabréf lækkuðu mikið í viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,86% og er 5317 stig. Aðrar norrænar OMX vísitölur lækkuðu enn meira. Þannig lækkaði vísitalan í Helsinki um 6,64%, Kaupmannahöfn um 5,13% og Ósló um 4,16%.

Lækkunin er sú mesta á einum degi í tvö ár eða frá 24. mars árið 2006 þegar vísitalan lækkaði um 4,42%. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri frá því snemma í ágúst árið 2006. Frá áramótum hefur vísitalan fallið um 15,8%, eða  eitt þúsund stig.

Gengi bréfa SPRON lækkaði um 10,57% og er skráð 6,60 krónur. Gengi bréfa Atlantic Petroleum lækkaði um 7,86%, FL Group lækkaði um 6,15% og er 10,07 krónur. Þá lækkaði gengi Exista um 5,77% og er 14,04 krónur. Ekkert félag hækkaði í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK