Ekki bráðnun í íslenska bankakerfinu

Stærsti banki Frakklands, BNP Paribas, segir að ekki sé um bráðnum að ræða í íslensku bankakerfi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bankanum. Þar kemur fram að BNP Paribas bankinn hafi verið neikvæður í garð íslensku bankanna frá því í byrjun október en væntanleg uppgjör bankanna fyrir fjórða ársfjórðung sem verða birt í næstu viku og breytt verðlagning þeirra hafi fengið bankann til þess að endurskoða sýn sína á íslensku bönkunum.

Telja skýrsluhöfundar að staða Landsbankans sé best bankanna þriggja, síðan Glitnis og að lokum Kaupþings. Í skýrslunni kemur fram að fréttir af stöðu Gnúps fjárfestingafélags hafi haft víðtæk áhrif á skuldatryggingaálag íslensku bankanna fyrir tveimur vikum síðan. Er það skoðun skýrsluhöfunda að markaðurinn hafi brugðist of harkalega við fregnum af Gnúpi.

Telur BNP Paribas að þrátt fyrir að hann muni áfram fara varlega í áliti á grundvallaratriðum í rekstri íslensku bankanna þá séu ýmis tækifæri fyrir hendi og þá sérstaklega hjá Landsbankanum. Þrátt fyrir að bankinn telji að markaðurinn hafi brugðist of harkalega við gagnvart Kaupþingi þá sé ýmislegt varðandi Kaupþing sem beri að hafa varann á um. 

Í skýrslunni er fjallað um Gnúp og þeirri spurningu velt upp hver sé lánadrottinn félagsins sem Gnúpur hafi samið við um fjárhagslega endurskipulagningu. Segir BNP Paribas að Kaupþing neiti því að  vera lánadrottinn Gnúps og því hafi staða Gnúps lítil áhrif á Kaupþing. Eftir standi Glitnir og Landsbankinn en þeir hafi báðir sagt að Gnúpur hafi lítil áhrif á þá.

Hafa skýrsluhöfundar eftir Kaupþingi að Gnúpur sé hluthafi í Kaupþingi og FL Group en hafi hafi selt hlut sinn að mestu eða öllu leyti og því séu tengsl Kaupþings og Gnúp engin.

Í skýrslunni kemur fram að Glitnir eigi ekki hlut í Gnúpi og að félagið sé ekki einn af stærstu viðskiptavinum bankans og því muni Gnúpur hafa lítil áhrif á Glitni.

BNP Paribas vísar til þess að Landsbankinn segir Gnúp lítið fyrirtæki en að bankinn hafi komið að endurskipulagningu hjá Gnúpi en bankinn hafi þrátt fyrir það ekki tapað neinum fjármunum á því.

Í skýrslunni kemur jafnframt að allir bankarnir þrír standist regluleg álagspróf Fjármálaeftirlitsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK