Lögregla gerir húsleit hjá frönskum banka

Lögregla í Frakklandi gerði í gærkvöldi húsleit í höfuðstöðvum franska bankans Société Générale í París en bankinn sakar miðlara, sem þar starfaði, um að hafa tapað um 4,9 milljarða evra, jafnvirði um 480 milljarða íslenskra króna, í heimildarlausum viðskiptum.

Fréttastofan AFP hefur eftir heimildarmönnum, að lögregla hafi viljað leggja hald á tölvugögn Jerome Kerviels, miðlarans sem sakaður er um fjársvikin.

Lögregla gerði einnig í gær húsleit í íbúð þar sem Kerviel hefur búið í Neuilly, úthverfi Parísar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK