Kerviel þráði að verða einn sá besti

Skuggi af manni í glugga höfuðstöðva frönsku efnahagsbrotalögreglunnar þar sem …
Skuggi af manni í glugga höfuðstöðva frönsku efnahagsbrotalögreglunnar þar sem Kerviel hefur verið í yfirheyrslum. Reuters

Franski verðbréfamiðlarinn Jerome Kerviel hefur viðurkennt að hafa leynt samningum sem kostuðu franska bankann Société Générale milljarða evra, að sögn saksóknara.

Jean-Claude Marin, saksóknari í málinu, segir að Kerviel hafi þráð að verða framúrskarandimiðlari til þess að fá hærri bónusgreiðslur en reyndi ekki að hagnast persónulega á framvirkum samningum sem hann gerði fyrir hönd bankans.

Kerviel mætti fyrir rannsóknardómara í París í morgun og er búist við því að hann verði formlega ákærður fyrir skjalafals, fjársvik og fleiri afbrot. Hann á yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi og 750 þúsund evrur í sekt verði hann fundinn sekur um fjársvik en hann er sakaður um að hafa orðið til þess að bankinn tapaði 4,8 milljörðum evra.

Kerviel viðurkenndi við yfirheyrslur um helgina að hafa leynt færslunum til þess að hljóta viðurkenningu sem stórkostlegur miðlari og um leið færast ofar í virðingastiganum. Taldi Kerviel að ef dæmið gengi upp hefði hann fengið allt að 300 þúsund evrur í bónusgreiðslur fyrir árið 2007.

Að sögn Marin hóf Kerviel áhættusöm viðskipti með framvirka samninga seint á árinu 2005. Er þetta ekki í takt við það sem SocGen hefur sagt um málið en samkvæmt tilkynningu frá bankanum hófust svikin á síðasta ári. Hlutabréf Société Générale hafa lækkað um rúm 7% það sem af er degi og telja margir að reynt verði að yfirtaka bankann.

Stjórnarformaður og forstjóri SocGen, Daniel Bouton, er í Lundúnum þar sem hann reynir að fá fjárfesta til þess að setja allt að 5,5 milljarða evra í bankann vegna fjársvikanna og taps bankans á viðskiptum með undirmálslán í Bandaríkjunum. 

Jerome Kerviel
Jerome Kerviel Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK