Ég sé eyrað á honum

Ljósmyndarar smella myndum af bíl í þeirri von að Kerviel …
Ljósmyndarar smella myndum af bíl í þeirri von að Kerviel sé þar inni. AP

„Þetta er eyrað á honum!" hrópaði ljósmyndari glaðhlakkalegur um leið og hann smellti ótt og títt myndum af bíl, sem ekið var í lögreglufylgd í Parísarborg. Taldi ljósmyndarinn sig hafa séð miðlaranum dularfulla Jerome Kerviel bregða fyrir í bílnum.

Hafi það verið rétt er ljósmyndarinn eini fréttamaðurinn, sem séð hefur Kerviel frá því hann komst í heimsfréttirnar í síðustu viku fyrir að verða valdur að milljarðatapi franska bankans  Société Générale.

Mynd af Kerviel, sem birst hefur í fjölmiðlum um allan heim, er tekin af vef bankans en sjálfum hefur miðlaranum tekist að forðast ljósmyndarana. Þá hefur hann ekkert tjáð sig við fjölmiðla og enginn veit hvar hann heldur sig eftir að hann var látinn laus úr haldi lögreglu í gær.

Hundruð ljósmyndara biðu í gær utan við skrifstofur dómarans, sem fjallaði um kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir Kerviel. Dómarinn hafnaði þeirri kröfu og Kerviel tókst að laumast á brott óséðum.

„Þetta er eins og í Villta vestrinu, að Kerviel sé útlagi og myndir af honum út um allt með yfirskrftinni: Eftirlýstur," sagði franski ljósmyndarinn Pascal Rostain, einn þeirra sem er á höttunum eftir Kerviel.

„Þetta er risastórt mál, öll blöð í heiminum vilja fá mynd af honum."

Ljósmyndaþjónustur og útgáfur, sem nota myndir frá götuljósmyndurum, vilja ekki áætla hve há upphæð yrði greidd fyrir nýja mynd af Kerviel þar sem óttast er að það myndi ýta verðinu upp. En ónafngreindur starfsmaður eins fyrirtækis sagði að slík mynd gæfi fúlgur fjár í aðra hönd.  

Eina myndin af Jerome Kerviel, sem hefur birst til þessa.
Eina myndin af Jerome Kerviel, sem hefur birst til þessa. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK