Sarkozy vill reka forstjórann

Forstjóri bankans Societe Generale sætir nú miklum þrýstingi af hálfu franskra stjórnvalda í kjölfar milljarða taps bankans vegna afbrota verðbréfaþrjótsins Jerome Kerviel. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur sagt að forstjórinn, Daniel Bouton, ætti að gjalda fyrir ófarirnar með starfi sínu.

Lögregla yfirheyrði Kerviel um helgina og var hann látinn laus gegn tryggingu í gær. Hann hefur játað að hafa haldið gjörðum sínum leyndum fyrir stjórnendum bankans. Bouton segir að tap bankans vegna viðskipta Kerviels nemi um 4,82 milljörðum evra, eða sem svarar 462,6 milljörðum króna.

Sarkozy sagði í gær að þeir sem hefðu há laun, sem ekkert væri athugavert við, gætu ekki skotist undan ábyrgð þegar illa færi. Bouton hefur boðist til að segja upp störfum, en stjórn bankans hafnaði beiðni hans í síðustu viku.

Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, sagði að stjórn bankans yrði að taka ákvörðun um örlög Boutons „með tilliti til tveggja þátta: Stöðu mála í dag og framtíð fyrirtækis sem í dag er stór, franskur banki með yfir 120.000 manns í vinnu og milljónir viðskiptavina.

Kerviel tjáði lögreglunni um helgina að hann hafi byrjað að fela viðskipti sín í nafni bankans strax 2005, en markmið sitt hafi verið að ná afburðaárangri sem verðbréfamiðlari og fá stóran kaupauka. Hann mun ennfremur hafa tjáð lögreglunni að fleiri miðlarar á vegum bankans stunduðu leynileg viðskipti.

Verjendur Kerviels saka stjórnendur bankans um að hafa reynt að gera hann að blóraböggli til að fela enn stærra tap vegna kreppunnar á húsnæðisundirmálslánamarkaðinum í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK