Hlutabréf hækka

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,17% á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust með hlutabréf í Kauphöll OMX á Íslandi klukkan tíu. Stendur vísitalan í 5.728,89 stigum. SPRON hefur hækkað um 9,23%, Exista um 7,87% og Kaupþing um 4,84%. Í Stokkhólmi hafa hlutabréf Kaupþings hækkað um 5,92%.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,68% og í Stokkhólmi nemur lækkunin 0,58%. Í Kaupmannahöfn hefur vísitalan hækkað um 0,44% og í Helsinki nemur hækkun vísitölunnar 0,09%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 0,01%.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 0,84%, í Frankfurt nemur lækkun DAX 0,83% og í París hefur CAC lækkað um 1,76%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir