Áttu að verða stærstu viðskipti sögunnar

Höfuðstöðvar Kaupþings í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Kaupþings í Reykjavík.

Óvissa um kaup Kaupþings á hollenska bankanum NIBC ýtti undir óróleika á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Kaupin gengu í gegn stuttu áður en þrengja fór um á lánsfjármarkaði sem gerði Kaupþingi erfitt um vik að klára þessi viðskipti, sem hefðu orðið þau stærstu í Íslandssögunni.

Greint var frá kaupum Kaupþings á NIBC 15. ágúst sl. Kaupverðið var tæplega þrír milljarðar evra eða 266 milljarðar króna miðað við gengi á þeim tíma. Stærstu yfirtökur fram að þessu höfðu verið kaup Novators á Actavis sem kostuðu 190 milljarða og kaup Exista í Sampo sem kostuðu 170 milljarða.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagði í samtali við Morgunblaðið þegar tilkynnt var um viðskiptin að kaupin hefðu fyrst og fremst þá þýðingu fyrir Kaupþing að bankinn stækkaði töluvert og fengi aðgang að fjórum nýjum mörkuðum; Hollandi, Þýskalandi, Belgíu og Singapúr. Hann sagðist sérstaklega telja mikil tækifæri til vaxtar í Singapúr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK