Hagnaður bankanna dregst saman

Heildarhagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, nam 137,6 milljörðum króna árið 2007 samanborið við 163,7 milljarða króna árið 2006. Hagnaðurinn hefur því dregist saman um 26,1 milljarð króna á milli ára.

Hagnaður bankanna nam alls 17 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi 2007 samanborið við 41,5 milljarða á sama tímabili árið 2006. Hagnaðurinn hefur því dregist saman um 24,5 milljarða króna á milli tímabila.

Heildareignir bankanna þriggja námu í árslok 2007 11.353,7 milljörðum króna samanborið við 8.474,6 milljarða króna í árslok 2006. Þær hafa því aukist um 2.879,1 milljarð króna á milli ára.

Hagnaður Glitnis á árinu 2007 nam 27,7 milljörðum króna. Hagnaður Kaupþings nam 70 milljörðum króna og Landsbankans 39,9 milljörðum króna.

Hagnaður Glitnis á árinu 2006 nam 38,2 milljörðum króna, Kaupþings 85,3 milljörðum króna og Landsbankans 40,2 milljörðum króna.

Á fjórða ársfjórðungi 2007 nam hagnaður Glitnis 2,5 milljörðum króna. Hagnaður Kaupþings nam 9,6 milljörðum og Landsbankans 4,9 milljörðum króna.

Á fjórða ársfjórðungi 2006 nam hagnaður Glitnis 9,3 milljörðum króna, Kaupþings 18,1 milljarði og Landsbankans 14,1 milljarði króna.

Heildareignir Glitnis námu í árslok 2007 2.948,9 milljörðum króna. Kaupþings 5.347,3 milljörðum króna og Landsbankans 3.057,5 milljörðum króna.

Í árslok 2006 námu heildareignir Glitnis 2.246,3 milljörðum króna. Kaupþings 4.055,4 milljörðum króna og Landsbankans 2,172,9 milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK