Franskur miðlari segist ekki vilja verða blóraböggull

Starfsmenn Société Générale utan við höfuðstöðvar bankans í París.
Starfsmenn Société Générale utan við höfuðstöðvar bankans í París. Reuters

Franski miðlarinn Jerome Kerviel segir í viðtali við AFP fréttastofuna, að hann vilji ekki verða blóraböggull og sitja uppi með að vera kennt um milljarða evra tap bankans Société Générale af fjárfestingum á verðbréfamarkaði.

„Société Générale hefur ákveðið að kenna mér einum um. Ég skal axla minn hluta af ábyrgðinni en ég ætla mér ekki að verða blóraböggull fyrir  Société Générale," segir Kerviel í viðtalinu, sem mun vera það fyrsta sem hann veitir frá því málið kom upp.

Hann neitaði að ræða málið í smáatriðum en sagðist myndu gera dómara grein fyrir því þegar þar að kæmi.

Société Générale sakar Kerviel um að hafa valdið bankanum 4,8 milljarða evra tapi með heimildarlausum framvirkum viðskiptum fyrir 50 milljarða evra. Málið komst upp 20. janúar. 

Kerviel var ákærður fyrir trúnaðarbrot, notkun falsaðra skjala og ýmis önnur brot. Dómarar féllust hins vegar ekki á ákæru fyrir fjársvik.

Kerviel viðurkenndi við yfirheyrslur, að hafa falsað tölvupósta til að fela spor sín eftir að hann hóf viðskipti án heimilda bankans árið 2005. Hann fullyrti jafnframt, að bankinn hljóti að hafa vitað hvað hann var að gera vegna þess að þessi viðskipti hans skiluðu hagnaði lengstaf en yfirmenn hans hefðu látið hann afskiptalausan á meðan svo var.

Jerome Kerviel.
Jerome Kerviel. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK