Hafa ekki lengur aðgang að lánsfé

Margir af þeim bönkum sem eru með hátt lánshæfismat (A-rated) eiga í vandræðum með fjármögnun þar sem þeir hafa ekki lengur aðgang að lánsfé. Þeirra á meðal eru íslensku bankarnir, ítalskir héraðsbankar og einhverjir írskir bankar. Þetta er haft eftir heimildum Financial Times á bankamarkaði.

Í frétt sem birt var á vef  Financial Times í gær kemur fram að margir af stærstu bönkum Bandaríkjanna, svo sem Bear Stearns, Merrill Lynch og Goldman Sachs, eru í mikilli fjárþörf og fylgir þessu hækkandi skuldatryggingaálag, það er bankarnir greiða meira fyrir lánsfé en áður. Að sögn sérfræðings hjá BNP Paribas hefur þessi markaður breyst hratt að undanförnu og valdahlutföllin breyst.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir