Afsögn ekki í myndinni segir stjórnarformaður SocGen

Daniel Bouton, stjórnarformaður Societe Generale.
Daniel Bouton, stjórnarformaður Societe Generale. Reuters

Stjórnarformaður Societe Generale, Daniel Bouton, segir að afsögn sína ekki lengur í umræðunni í viðtali sem birt var í franska viðskiptablaðinu Les Echos. Bouton segir í viðtalinu að hann hafi í tvígang boðist til þess að segja af sér og í báðum tilvikum hafi stjórn bankans hafnað afsögn hans.

Segir hann afsögn sína ekki vera lengur á borðinu og hann stýri skútunni. Um það leiki enginn vafi. 

Societe Generale glímir við mikinn vanda eftir að í ljós kom að viðskipti verðbréfamiðlara bankans, Jerome Kerviel, kosta bankann 4,9 milljarða evra. Jafnframt hefur bankinn þurft að afskrifa háar fjárhæðir vegna undirmálslána. Nú stendur yfir hlutafjárútboð hjá SocGen og er hávær orðrómur uppi um að bankinn verði að sameinast öðrum banka. Bouton neitaði að tjá sig um það við Les Echos í viðtalinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK