Teymi kaupir 51% í Hive

Stjórn Teymis hf. hefur samþykkt kaup á 51% hlut í IP fjarskiptum ehf. sem veitir fjarskiptaþjónustu undir vörumerkinu HIVE. Í samningnum felst að dótturfélag Teymis hf., Ódýra símafélagið ehf. (SKO), mun renna inn í IP fjarskipti. Kaupverð hlutanna er trúnaðarmál en áhrif til lækkunar á handbæru fé eru 250 milljónir.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins.

Fram kemur á heimasíðu Teymis, að ætlun sameinaðs félags sé að sækja áfram inn á lággjaldamarkaðinn og bjóða neytendum heildarlausnir í fjarskiptum á hagstæðu verði. Áhersla verði lögð á sjálfstæði félagsins og því er ætlað að veita öðrum fjarskiptafyrirtækjum harða samkeppni.

Hermann Jónasson verður forstjóri hins sameinaða félags.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK