Áhyggjuefni að sumir vilji ekki nýta auðlindir

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Ómar

„Ég tel það virkilegt áhyggjuefni að sumir skuli velta því fyrir sér, að við eigum ekki að nýta orkuauðlindirnar sem hér eru," sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans á ráðstefnu Viðskiptablaðsins í dag. Betra væri að fyrirtæki endurfjárfestu arð sinn hér á landi en erlendis, sagði Sigurjón, og tók uppbyggingu Norðuráls á Reykjanesi sem dæmi.

Sigurjón rakti breytingar í íslensku efnahagslífi frá inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið. Sagði hann forsendur hagstjórnar og þar með svigrúm til sjálfstæðrar peningastefnu hafa breyst. Íslensku bankarnir væru nú í stakk búnir til að standa af sér gjörningaveðrið. Þann lærdóm mætti draga að þeir þyrftu að vera með hlutfallslega mikið lausafé, gjaldeyrisforða til að verjast gengissveiflum og að afla sér fjár með auknum innlánum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK