Grafið vísvitandi undan írskum fjármálastofnunum?

Írska blaðið Irish Examiner segir í leiðara í dag, að yfirmaður þarlenda fjármálaeftirlitsins rannsaki hvort neikvæðum orðrómi hafi verið vísvitandi komið á kreik um írskar fjármálastofnanir nýlega með það að markmiði að grafa undan þeim og gera þær viðkvæmari fyrir yfirtöku.

Blaðið segir, að ef í ljós komi að írskir fjármálamenn hafi tekið höndum saman við erlenda aðila um að grafa undan írskum stofnunum verði þeir að taka afleiðingunum. Viðurlög við slíku geti verið allt að 10 milljóna evra sekt og 10 ár í fangelsi.

„Sú ógn við efnahag okkar, sem stafar af athæfi af þessu tagi, kom berlega í ljós á þriðjudag þegar Seðlabanki Íslands neyddist til að hækka stýrivexti sína í 15% til að bregðast við þeim áhrifum, sem orðrómur var farinn að hafa á fjárhagsstöðugleikann í landinu.

Írland og Ísland eru bæði lítil opin hagkerfi sem eru viðkvæm fyrir breytingum á alþjóðlegum viðskiptavæntingum. Hvort land um sig verður að gera það sem það getur til að verja hagsmuni sína og ef í því felst að bregðast við fjármálaglæpum með ráðum sem við höfum ekki gripið til áður, þá verður svo að vera," segir blaðið.

Það bætir við að mikið sé í húfi og ef Patrick Neary, yfirmaður fjármálaeftirlitsins, geti fært sönnur á að einhverjir hafi brotið af sér þá þurfi þeir hinir sömu ekki vænta neinnar samúðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK