Tap Verðbréfunar 2,3 milljónir króna

Tap Verðbréfunar hf. sem er í eigu Landsbankans, nam 2,3 milljónum króna á síðasta ári. Árið 2006 nam hagnaður félagsins 1,8 milljónum króna. Tap félagsins er fært til lækkunar á óráðstafað eigið fé.

Orðrétt segir um tilgang félagsins í ársreikningi:„Tilgangur félagsins er kaup og eignarhald safna fasteignaveðlána af Landsbanka Íslands hf. og að standa að eigin fjármögnun með útgáfu markaðshæfra skuldabréfa. Félaginu er óheimilt að stunda aðra starfsemi en að framan greinir, þ.á.m. lánastarfsemi og verðbréfaviðskipti, nema hún tengist beint daglegri starfsemi félagsins."

Í tilkynningu kemur fram að starfsemin hjá Verðbréfun hf. hafi verið í lágmarki á árinu 2007. Heildareignir félagsins lækkuðu um 44,7 miljónir króna á milli ára eða 10,6%. Eigið fé félagsins lækkaði á sama tíma um 2,3 milljónir króna frá fyrra ári eða 27,3%," samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Nánar um uppgjör Verðbréfunar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK