Bandarísku flugfélögin Delta og Northwest munu jafnvel tilkynna um sameiningu á þriðjudag. Með því yrði til stærsta flugfélag heims. Það sem helst stendur í vegi fyrir sameiningu snýr að samningum við flugmenn félaganna þannig að ekki er víst að samningar náist um sameiningu. Greint er frá þessu á vef Wall Street Journal.