Lánardrottnar ráða ferðinni

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Ásdís

Í því árferði sem nú er í viðskiptalífinu eru það lánardrottnar sem ráða ferðinni en ekki hluthafar, sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums, í viðtali nú í hádeginu.

„Eins og staðan er núna er þetta ekki spurning um hvað mann langar að gera heldur hvað maður getur gert,“ sagði Björgólfur ennfremur um efnahagsástandið. Hann var í viðtali á Stöð 2 í hádeginu.

Hann benti á að lánardrottnar íslensku viðskiptabankanna væru ekki íslenskir heldur erlendir.

Þá spáði Björgólfur því, að kreppan í efnahagslífinu myndi standa út árið erlendis, en eitthvað lengur hérlendis því að hennar hefði orðið vart hér síðar en í útlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK