Líklegt að minni bankar á Íslandi sameinist

Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir við danska viðskiptablaðið Børsen í dag, að erfiðleikar á alþjóðlegum fjármálamarkaði hafi skapað vandamál á millibankamarkaði á Íslandi. Reikna megi með því að minni bankar á Íslandi sameinist í einhverjum mæli en stóru bankarnir ættu að komast klakklaust út úr erfiðleikunum.

„Okkur skilst að það séu einhver vandamál á millibankamarkaði hér á Íslandi. Við vonum, að við höfum skapað möguleika á að markaðurinn lifni við með því að auka lausafé," segir Eiríkur.

Hann segir að lausafjárskorturinn kunni að leiða til þess, að minni bankar þurfi að sameina krafta sína.

Fram kemur í viðtalinu, að auk stóru bankanna þriggja, sem ráði um 85% af markaðnum, séu um 20 minni bankar á Íslandi. Eiríkur segist ekki hafa áhyggjur af stóru bönkunum þremur en viðurkennir, að Seðlabankinn muni eiga fullt í fangi með að koma til bjargar ef alvarleg fjármálakreppa verður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK