Flutningafyrirtæki sameinast um móttökustöð

Karl Heiðar Vernharðsson sem á Westfrakt, Jóhann Unnar Guðmundsson eigandi ...
Karl Heiðar Vernharðsson sem á Westfrakt, Jóhann Unnar Guðmundsson eigandi Vönduls, Einar Hafsteinn Árnason eigandi FÞS, Haraldur Ingvason sem á Heim-sendir og Arnar Þór Ólafsson sem á Nesfrakt.

Fimm flutningsaðilar hafa sameinast um að opna vörumóttökustöð í Skútuvogi 13 undir nafninu Vöruflutningastöðin. Yfir 50 tæki munu sinna flutningum á vegum stöðvarinnar. Gera má ráð fyrir að velta fyrirtækjanna sem starfa undir merkjum Vöruflutningastöðvarinnar sé um 7-800 milljónir á ársgrundvelli, samkvæmt tilkynningu.

 „Vöruflutningastöðin verður með daglegar ferðir frá Reykjavík til fjölmargra staða. Þeir eru Akureyri, Blönduós, Snæfellsnes, Suðurnesin, Selfoss og Flúðir. Þá verða farnar þrjár ferðir í viku á Vestfirði. Dreifikerfi stöðvarinnar nær því til flestra staða á landinu nema Austfjarða enn sem komið er. Stöðin annast hvers konar flutninga og er með allar stærðir af bílum, gámalyftur, flatvagna, frystivagna og fleira.

Flutningsaðilarnir sem standa að Vöruflutningastöðinni eru:  Nesfrakt, Vöndull, Westfrakt, Heim-sendir og FÞS. Þeir munu allir aka undir merkjum Vöruflutningastöðvarinnar. Eigendur stöðvarinnar keyrðu áður undir merkjum Aðalflutninga sem var lokað í kjölfar þess að Betri flutningar á Egilsstöðum sem  áttu og ráku Aðalflutninga hættu rekstri," samkvæmt tilkynningu. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir