Spáir því að verðbólga hjaðni hratt

Greiningardeild Landsbankans segir, að áhrifa hárra stýrivaxta muni brátt gæta í verðlagi. Hækkandi fjármagnskostnaður sé farinn að dempa eftirspurn og verulega hafi dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði. Þá lækki húsnæðisverð á sama tíma og veikingu krónunnar virðist lokið að sinni. Forsendur eru því að skapast fyrir því að nokkuð hratt dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum.

Landsbankinn segir, að búast megi við að verðbólga mælist um 10½% frá upphafi til loka þessa árs en stór hluti þeirrar hækkunar sé þegar kominn fram. Á næstu 12 mánuðum á greiningardeild bankans von á því að verðlag hækki um 4½%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK