Krefst 1.900 þúsund króna í bætur frá stjórnarmönnum

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag mál sem Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í Glitni, höfðar gegn fyrrverandi stjórnarmönnum í Glitni, sem kosnir voru á fundi 30. apríl 2007. Formaður stjórnar var þá Þorsteinn M. Jónsson. Honum ásamt öðrum í aðalstjórn bankans er stefnt til að greiða Vilhjálmi 1.936.582 krónur.

Guðni Á. Haraldsson hæstaréttarlögmaður fer með málið fyrir hönd Vilhjálms. Hann segir að um sé að ræða kröfu um skaðabætur til handa Vilhjálmi sem hluthafa í Glitni. Á því sé aðallega byggt að stjórn Glitnis hafi brotið jafnræðisreglu félagaréttar og hlutafélagalaga.

Mátti ekki mismuna hluthöfunum

„Í 76. grein laga um hlutafélög segir að stjórn hlutafélags megi ekki á ótilhlýðilegan hátt veita einum hluthafa réttindi umfram aðra,“ segir Guðni. „Hinn 30. apríl 2007 hætti forstjórinn Bjarni Ármannsson störfum hjá bankanum. Stjórn bankans ákvað þá að kaupa samtals 827.582 hluti sem hann átti í bankanum á genginu 29, en meðalgengi bréfa félagsins á þeim dagi var 26,66 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Bjarni fékk því umframgreiðslu frá stjórn Glitnis upp á 580 milljónir króna þennan dag. Ef Vilhjálmi Bjarnasyni hefðu verið boðin sömu kjör hefði hann getað selt hlutabréf sín í Glitni á genginu 29 og keypt aftur á genginu 26,66 og setið eftir með sama hlut en hagnast um rúmlega 1.900 þúsund krónur. Við segjum að stjórnin mátti ekki, jafnvel þó um hafi verið að ræða forstjóra félagsins, mismuna hluthöfunum svona og gera samning við forstjórann einan hluthafa en ekki aðra. Auk þess sem þetta var brot á ráðdeildarreglu, þ.e. stjórninni ber að sýna ráðdeild í sínum störfum. Og af hverju átti hún að afhenda einum manni 580 milljónir króna á silfurfati?“

Aðalmenn í stjórn Glitnis hinn 30. apríl 2007, sem Vilhjálmur Bjarnason höfðar mál gegn, eru: Þorsteinn M. Jónsson, Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttur, Pétur Guðmundsson og Skarphéðin Berg Steinarsson. Björn Ingi Sveinsson og Jón Sigurðsson eru enn í stjórn Glitnis.

Þorsteinn M. Jónsson sagðist í samtali við blaðamann í gær ekki vilja tjá sig um þetta mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK