Konur 13% stjórnarmanna

38% fyrirtækja er með jafnréttisáætlun í gildi
38% fyrirtækja er með jafnréttisáætlun í gildi mbl.is/Golli

Konur skipa 13% stjórnarsæta í 120 stærstu félögunum hér á landi (61 af 467 stjórnarsætum). Árið 2007 var hlutfall þeirra 8%. Í 13 af 120 stærstu fyrirtækjunum er stjórnarformaðurinn kona. Árið 2007 voru aðeins þrjár konur stjórnarformenn í 100 stærstu fyrirtækjunum. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Rannsóknarsetri vinnuréttar við Háskólann á Bifröst.

Í tilkynningu kemur fram að við val á fyrirtækjum var mið tekið af ársveltu samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lánstrausti. Fyrirtæki með færri en 10 starfsmenn eru ekki með á listanum.

Upplýsingaöflun fór fram á tímabilinu 7.-27. maí 2008.Rannsóknin var unnin í samstarfi við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst.

Í þeim 11 fyrirtækjum á listanum sem skráð eru á aðallista OMX (Kauphallarinnar) skipa konur 6 af 62 stjórnarsætum, þ.e. 10% stjórnarsæta. Engin kona er stjórnarformaður í þeim fyrirtækjum á listanum sem skráð eru á aðallista OMX.

Í 8% tilvika er æðsti stjórnandi fyrirtækjanna (forstjóri/framkvæmdastjóri) kona árið 2008, eða í 10 af 120 fyrirtækjum. 

Konur eru 19% meðal æðstu yfirmanna fyrirtækjanna (72 konur af 378 æðstu yfirmönnum). Árið 2007 var hlutfall þeirra um 14%. 

Alls reyndust 38% fyrirtækjanna vera með jafnréttisáætlun í gildi, af þeim fyrirtækjum sem svöruðu þeirri spurningu. Árið 2007 var samsvarandi tala 33%.

Engin kona er í stjórn 57% fyrirtækjanna. Árið 2007 voru 71% fyrirtækjanna án konu eða kvenna í stjórn. 

Skýrslan í heild 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK