CAOZ gerir 400 milljón króna samning

Úr tölvuteiknimyndarinnar Þór - í Heljargreipum.
Úr tölvuteiknimyndarinnar Þór - í Heljargreipum.

Þýska fyrirtækið Ulysses Films GmbH og Magma Productions Ltd. á Írlandi hafa undirritað meðframleiðslusamning við CAOZ hf. vegna  framleiðslu  tölvuteiknimyndarinnar Þór - í Heljargreipum. Samningurinn er að andvirði um 400 milljónir króna og var gengið frá honum á kvikmyndahátíðinni í Cannes, nú nýverið.

Tölvuteiknimyndin um Þór er fjölskyldumynd og hefur verið í þróun og forframleiðslu hjá CAOZ í hartnær 4 ár. Gert er ráð fyrir að hún komi í kvikmyndahús í árslok 2010. Í myndinni segir frá Þór og hvernig leiðir hans og Mjölnis liggja saman, baráttu þeirra við jötna og ill öfl sem vilja komast til valda í heimi guðanna. Þór stendur að lokum frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þess að bjarga ríki Óðins, föður síns eða bjarga lífi vinar, að því er segir í tilkynningu.

Framleiðslukostnaður 1,1 milljarður króna

Ulysses Films hefur þegar fengið vilyrði til framleiðslunnar á Þór frá Kvikmyndasjóðnum í Hamborg en Ulysses og Magma munu taka að sér hluta framleiðslu myndarinnar. Fyrirtækin munu koma að vinnu við hreyfimyndagerð og myndvinnslu, ásamt tónlist og hljóðvinnslu. Samtals nemur framlag þeirra um 36% áætlaðs framleiðslukostnaðar teiknimyndarinnar sem er um 1,1 milljarður króna.

Ulysses Films og Magma Productions hafa nýlokið samframleiðslu á tölvugerðu teiknimyndinni Níkó – leiðin til stjarnanna með finnskum og dönskum aðilum. Myndin verður tekin til sýningar um allan heim í haust  og hefur hún verið seld til meira en 105 landa í forsölu.

„CAOZ hf. hefur áður framleitt tölvuteiknimyndirnar um Litlu lirfuna ljótu og Önnu og skapsveiflurnar, sem báðar hlutu EDDU verðlaun á sínum tíma. Sena mun annast dreifingu á Þór á Íslandi og Stöð 2 hefur tryggt sér sýningarrétt myndarinnar í sjónvarpi á Íslandi. Friðrik Erlings er höfundur handritsins og Gunnar Karlsson er annar leikstjóra myndarinnar, ásamt því að vera aðalhönnuður útlits og karaktera.

CAOZ hf. er í eigu helstu starfsmanna, valinna fjárfesta og Brú II Venture Capital Fund. CAOZ er stofnað árið 2001," að því er segir í tilkynningu.


Úr tölvuteiknimyndarinnar Þór - í Heljargreipum.
Úr tölvuteiknimyndarinnar Þór - í Heljargreipum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK