Kaupþing í Noregi hvetur viðskiptavini til að leggja meira inn

Kaupþing
Kaupþing

Kaupþing í Noregi er byrjað að hafa samband við viðskiptavini bankans þar í landi sem eiga 5 þúsund norskar krónur eða minna inni á reikningum sínum og býður þeim betri vexti ef þeir leggja meira fé inn á reikninga sína. Þetta kemur fram á vef norska blaðsins Dagens Næringsliv.

André M. Høibo, einn þeirra sem Kaupþing hefur haft samband við segir í viðtali við DN.no að hann hafi aldrei upplifað slíkt áður og telji hann að bankinn sé í meiri vandræðum en hingað til hefur verið talið. 

Að sögn Høibo er nokkuð um liðið síðan hann stofnaði reikninginn en hefur ekki lagt inn á hann í langan tíma. Bauð Kaupþing honum 0,3% auka innlánsvexti ef hann legði að minnsta kosti fimm þúsund norskar krónur inn á reikninginn.

Að sögn Høibo var einnig haft samband við eiginkonu hans og henni boðin sömu kjör. 

Christian Almskog, markaðsstjóri Kaupþings í Noregi segir í fréttinni að þetta séu hefðbundnir viðskiptahættir hjá bönkum. Að sögn Almskog vill bankinn að viðskiptavinir EDGE innlánsreikninga hjá Kaupþingi fái sem mest fyrir sparifé sitt. 

Fréttin í heild  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK