Gengi krónunnar aldrei lægra

mbl.is/Júlíus
Gengi krónunnar lækkaði um 3,40% í dag. Lokagildi gengisvísitölunnar 164,70 stig og hefur gengi krónunnar aldrei verið lægra í lok dags, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengisvísistalan stóð í 159,15 stigum við opnun markaðar í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 82,60 krónur, evran er 128,10 krónur og pundið 161,60 krónur. Velta á millibankamarkaði nam 46,2 milljörðum króna.
mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir