Kaupþing fær milljarða lán

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Kaupþing banki hefur gengið frá sambankaláni fyrir 275 milljónir evra sem jafngildir um 35,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í lok dags. Lánið er til tveggja ára og ber 1,5% álag á millibankavexti, sem eru mun betri kjör en skuldatryggingarálag bankans hefur gefið til kynna.

Umsjónaraðili lánsins er þýski bankinn Bayerische Landesbank. Auk hans koma Bank of America, Lloyds og Raiffeisen Zentralbank Österreich (RZB) að láninu.

Lánið ber 1,5% vexti yfir millibankavexti sem er mun minna álag en skuldatryggingarálag Kaupþings hefur gefið til kynna undanfarna daga. 24. júní sl. var álagið á milli 675 og 725 punktar.

Guðni Níels Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, segir að miðað við heildarkostnað við lántökuna sé álagið um 200 punktar yfir millibankavöxtum.  Það þýðir 2% vexti ofan á almenn lán sem stórir bankar veita hver öðrum á millibankamarkaði. Guðni segir kjörin því góð miðað við núverandi ástand á mörkuðum.

Lánið er veitt til tveggja ára og á að nota til að fjármagna hefðbundna starfsemi Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK