Enn mun hægja á efnahagsumsvifum

Enn mun hægja á efnahagslegum umsvifum í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, samkvæmt nýrri mælingu á samsettum leiðandi hagvísum stofnunarinnar.

Vísitala sem sett er saman úr hagvísunum mældist 96,8 stig í júnímánuði sem er lækkun um 0,6 stig frá mánuðinum á undan og 5 stigum lægra en í sama mánuði í fyrra. Þegar vísitalan mælist undir 100 stigum og fer auk þess lækkandi er það til marks um að hægja muni á umsvifum en vísitalan er hönnuð til þess að gefa vísbendingar um efnahagsþróun komandi mánaða.

Verulega hægir á á evrusvæðinu

Auk þess að mæla vísitöluna fyrir OECD sem heild leitar stofnunin vísbendinga um þróun mála í stærstu hagkerfum stofnunarinnar. Hagvísarnir benda til þess að hægja muni verulega á umsvifum á evrusvæðinu á næstu mánuðum og ber þar hæst Ítalíu og Frakkland. Einnig mun hægja á umsvifum í Bretlandi og Bandaríkjunum, þó ekki eins skarpt.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK