Of dýrt að efla gjaldeyrisforðann nú

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra mbl.is/Árni Sæberg

Sé tekið mið af stöðunni á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum í dag er einfaldlega of dýrt fyrir íslenska ríkið að taka lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Þetta kemur fram í viðtali við Árna M. Mathiesen á fjármálavefnum Bloomberg.

Verð á erlendu lánsfé sé óviðunandi og því beri að fresta skuldabréfaútgáfu um sinn.

Vísar Árni þar til að þess að skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hefur hækkað nær fjórfalt það sem af er ári. Kostar nú 5% ofan á útgefið bréf til fimm ára að tryggja að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart fjárfestum.

Árni ítrekar þetta í viðtalinu: „Samþykkjum við skilmála, sem eru greinilega óviðunandi, og greinilega ekki í neinu samhengi við það sem við erum að gera, né í neinu samhengi við það hvernig við sjáum bankana, þá værum við að skrifa undir með þeim sem taka stöðu gegn okkur.“

Milli steins og sleggju

Hann segir að frestun komi í veg fyrir að Seðlabankinn nái að styrkja gjaldeyrisforðann, en hagnaður af erlendri skuldabréfaútgáfu yrði notaður til þess og myndi þannig minnka bilið milli Seðlabankans og eigna bankanna. Eignir þeirra séu rúmir 11 þúsund milljarðar, þrefalt meiri en sem nemur fjárlögum.

Ríkisstjórnin vilji því að Seðlabankinn efli gjaldeyrisforðann, með það að markmiði að vera trúverðugri þegar kemur að því að lána viðskiptabönkunum. Sérfræðingur Bloomberg telur hins vegar að ríkisstjórnin sé á milli steins og sleggju þegar kemur að lántöku og í raun þurfi Seðlabankinn að gefa út skuldabréf sem fyrst. Ástandið muni ekki batna það sem eftir er af árinu og gæti í raun versnað.

Árni telur að aukning gjaldeyrisforðans sé ekki eitthvað sem megi búast við í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar sé ljóst, að sé tekið mið af vægi bankanna sé nauðsyn á öflugri gjaldeyrisforða en ella, og hann þurfi að byggja upp með tímanum. Það sé ekki kostur í stöðunni að minnka bankana til að forðinn falli betur að eignum þeirra.

„Við metum það svo að bankarnir séu ekki í bráðri hættu á að reka í þrot,“ segir Árni að lokum. „Ef rekstur bankanna gengur vel og er stöðugur myndi ég ekki vilja sjá þá minni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK